Um helgina fer fram Íslandsbankamót KA sem er mót fyrir 7. og 8. flokk kvenna. Alls mæta 14 félög á mótið með 50 lið og er keppt í 5 mismunandi styrkleikum.
Það verður líf og fjör í kringum mótið en stelpurnar munu gista í Lundarskóla og fara meðal annars í sund og bíó.