Hrannar framlengir samning sinn út 2017

Hrannar framlengir samning sinn við KA
Hrannar framlengir samning sinn við KA

Hrannar Björn Steingrímsson skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við KA og er því samningsbundinn félaginu út árið 2017.  

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur enda Hrannar verið lykilmaður okkar síðustu ár en í sumar hefur hann eignað sér hægri bakvarðarstöðuna og byrjað alla leiki okkar að frátöldum leik okkar á móti Dalví/Reyni í bikar í byrjun tímabils.