KA leikur risaleik í Inkasso deildinni á morgun (þriðjudag) þegar liðið mætir Grindavík á útivelli. Fyrir leikinn er KA í efsta sætinu en Grindvíkingar eru í 3. sætinu og er þetta lykilleikur upp á framhaldið.
Við ætlum því að hóa saman sem flestum stuðningsmönnum til að fara á leikinn og sjá til þess að strákarnir haldi áfram þessu góða gengi sem hefur fleytt liðinu á toppinn!
Verð fyrir farið sem og miða á leikinn er einungis 1.500 krónur en stefnt er á brottför frá KA-Heimilinu klukkan 13:00.
Hafir þú áhuga á að fara með skaltu senda tölvupóst á agust@ka.is með nafni og símanúmeri. Áfram KA!