HK tekur á móti KA á morgun

Koma strákarnir sér á toppinn?
Koma strákarnir sér á toppinn?

Á morgun, laugardag, tekur HK á móti KA í Kórnum í leik í 18. umferð Inkasso deildarinnar. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir bæði lið en heimamenn eru að berjast fyrir lífi sínu í harðri fallbaráttu á meðan okkar menn geta tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn en hann hefst klukkan 16:00 en fyrir ykkur sem ekki komist í Kórinn þá verður KA-TV með beina útsendingu frá leiknum þannig að það er um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!

Hér er hægt að fylgjast með útsendingu leiksins á KA-TV.

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Grindavík 18 11 5 2 45  -  15 30 38
2 KA 17 11 3 3 29  -  12 17 36
3 Keflavík 18 7 8 3 25  -  18 7 29
4 Leiknir R. 18 8 3 7 19  -  24 -5 27
5 Þór 17 8 2 7 23  -  26 -3 26
6 Selfoss 18 5 8 5 23  -  22 1 23
7 Haukar 18 7 2 9 25  -  31 -6 23
8 Fram 18 6 4 8 21  -  27 -6 22
9 HK 17 4 6 7 22  -  32 -10 18
10 Fjarðabyggð 17 3 8 6 22  -  24 -2 17
11 Huginn 17 4 4 9 14  -  23 -9 16
12 Leiknir F. 17 3 3 11 19  -  33 -14 12