HK - KA í dag klukkan 16:00

Tekst okkar mönnum að sigra lærisveina Todda?
Tekst okkar mönnum að sigra lærisveina Todda?

KA mætir í Kópavoginn og mætir þar liði HK í Kórnum í dag klukkan 16:00. Leikurinn er liður í 8. umferð 1. deildarinnar og ljóst að mikið er undir fyrir bæði lið. Okkar lið er í hörku baráttu við toppinn og þarf á sigri að halda til að bæta stöðu sína á toppnum. HK hinsvegar sem þjálfað er af Þorvaldi Örlygssyni hefur hikstað mikið undanfarið og hefur tapað síðustu 5 leikjum sínum og þarf því á stigunum að halda til að koma sér aftur í gang.

Við hvetjum alla til að mæta í Kórinn og styðja okkar lið, þrjú stig í dag gætu reynst ansi dýrmæt þegar uppi er staðið, áfram KA!