Hilmar Trausti Arnarsson skrifaði nú rétt í þessu undir þriggja ára samning við KA en hann kemur frá Haukum.
Hilmar, sem er 28 ára gamall miðjumaður og bakvörður, er uppalinn hjá Haukum og hefur leikið þar nánast alla tíð fyrir utan tvö tímabil með Leikni Reykjavík. Ljóst er að mikil reynsla kemur með Hilmari en hann á að baki 199 meistaraflokksleiki og þar af eitt tímabil í úrvalsdeild ásamt því að hafa verið fyrirliði Hauka síðustu tímabil.
Heimasíðan bíður Hilmar hjartanlega velkominn til félagsins