Hélt hreinu í fyrsta leik

Aron Dagur hélt hreinu gegn Kasakstan í fyrsta leik U17 í undankeppni EM 2016.

Strákarnir unnu góðan sigur á Kasakstan 5-0 í Grindavík þriðjudaginn 22. september. Á sama tíma gerðu Danmörk og Úkranía markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins.

Næsti leikur liðsins er gegn Grikklandi á Laugardalsvelli kl. 19:15 á fimmtudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á SportTV.is.

Hér má sjá myndband frá SportTV af mörkum Íslands í leiknum.