Á morgun, laugardag, tekur KA á móti Víking Reykjavík í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar lið til sigurs.
KA liðið hefur farið vel af stað í deildinni og hefur 7 stig í 3. sæti deildarinnar en eftir flotta baráttu í síðustu umferð gegn toppliði Stjörnunnar þurftu strákarnir að sætta sig við tap eftir mark á lokasekúndum leiksins.
Andstæðingar okkar hafa hinsvegar tapað þremur leikjum í röð eftir góðan sigur á KR í fyrstu umferð. Þá urðu þjálfaraskipti hjá Víkingum á dögunum þegar Milos Milojevic hætti störfum og var Logi Ólafsson ráðinn í hans stað. Leikurinn á morgun verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Loga.
Til að hita upp fyrir leikinn rifjum við upp smá brot úr leik liðanna í fyrstu umferð efstu deildar sumarið 1988. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal og vann KA góðan 0-1 sigur en þetta var fyrsti keppnisleikur KA undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.
Valgeir Helgi Barðason skoraði eina mark leiksins í sigri KA á Víkingum sumarið 1988
Staðan í deildinni er eftirfarandi en strákarnir eru staðráðnir í að halda góðri byrjun sinni áfram en til þess að stigin 3 náist á laugardaginn þurfa þeir stuðning, sjáumst á Akureyrarvelli og áfram KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Stjarnan | 4 | 3 | 1 | 0 | 12 - 4 | 8 | 10 |
2 | Valur | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 4 | 5 | 10 |
3 | KA | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 5 | 3 | 7 |
4 | Grindavík | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 8 | 0 | 7 |
5 | Fjölnir | 4 | 2 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 7 |
6 | ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 5 | -1 | 7 |
7 | KR | 4 | 2 | 0 | 2 | 6 - 6 | 0 | 6 |
8 | FH | 4 | 1 | 2 | 1 | 8 - 7 | 1 | 5 |
9 | Víkingur R. | 4 | 1 | 0 | 3 | 5 - 7 | -2 | 3 |
10 | Breiðablik | 4 | 1 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 3 |
11 | Víkingur Ó. | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 - 8 | -4 | 3 |
12 | ÍA | 4 | 0 | 0 | 4 | 7 - 13 | -6 | 0 |