Hallgrímur Mar: KA er fjölskyldan mín

Hallgrímur Mar
Hallgrímur Mar

Hallgrímur Mar Steingrímsson rann útaf samningi hjá félaginu í gær og samdi í kjölfarið við Víking í Reykjavík til þriggja ára og mun því spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Árið 2009 kom Hallgrímur til KA og lék hér eitt og hálft tímabil áður en hann snéri heim til Húsavíkur og kláraði þar tímabilið 2010. Gunnlaugur Jónsson nýr þjálfari KA 2011 vildi svo ólmur fá kappann í sínar raðir og skrifaði því Hallgrímur undir samning í kjölfarið og á hann að baki 113 leiki fyrir félagið og 29 mörk.

Lengi hefur hann verið á milli tannanna á fólki fyrir frammistöðu sína og hæfileika á vellinum. Eftir langan tíma í 1.deild segir hann að einfaldlega hafi hann þurft að hugsa um sjálfan sig að þessu sinni og þess vegna ákvað hann að yfirgefa félagið

“Það var óvenju mikill áhugi úr pepsi deildini og mér fannst ég bara vera kominn í þá stöðu að ég þurfti að hugsa um sjálfan mig, minn feril og hvað væri best fyrir mig og fannst mér þetta vera nauðsynlegt skref fyrir mig á þessum tímapunkti.”  Sagði Hallgrímur í viðtali við heimasíðunna.

Hallgrímur


Margir hafa furðað sig á því í gegnum tíðinna hversu tryggur Hallgrímur er félaginu en ástæðan fyrir því er einföld segir hann.

“Það er einfaldlega því ég elska þetta félag, þetta er fjölskylda mín og ég vildi mest af öllu spila með KA í efstu deild. Og ég hafði trú á því, sérstaklega síðustu 3 ár að við gætum komið okkur þangað en það kom því miður annað á daginn. Þetta er frábær klúbbur með gott umhverfi og frábæra aðstöðu, allt til alls og vonandi mun félagið komast í deild þeirra bestu sem fyrst.”
Hallgrimur

Liðin eru 10 ár frá því KA féll úr efstu deild, sem þá var kennd við Landsbankann. Gengið síðan hefur verið misgott og þrátt fyrir að hafa gríðarlega sterkan leikmannahóp síðustu 2-3 ár hefur draumurinn um Pepsi-deildar sæti ekki orðið að veruleika, Hallgrímur segir það leiðinlegt að þessi tími sé kominn því KA sé það félag sem hann myndi vilja spila fyrir í Pepsi.


“Auðvitað kitlaði það, ég get ekki sagt annað” Sagði Hallgrímur aðspurður útí það hvort það hafi ekki kítlað að halda áfram að reyna að koma félaginu upp . En eins og ég segi þá fannst mér því miður vera kominn sá tími að ég þurfti að leita á önnur mið og taka skrefið í úrvalsdeildina.

“Umgjörðin og allt í kringum liðið sjálft hefur alltaf verið til fyrimyndar. Það sem mér hefur kannski funndist vanta er að ná meiri stöðugleika, alvöru baráttu og trú hjá liðinu. Frá því að ég kom í KA hafa nánast öll tímabilin verið eins, óstöðugleiki, alltaf átt séns á ákveðnum tímapunkti á að blanda okkur í toppbaráttu en okkur hefur því miður alltaf tekist að klúðra því þegar þar að kemur. En vonandi er þetta eitthvað sem tekst að breyta á næsta tímabili og í framtíðinni.”


Umræða um sameiningu meistaraflokka KA og Þórs hefur verið á milli tannanna á fólki síðustu ár og umræðan orðið háværari eftir að Þórsarar féllu úr Pepsí deildinni á þessu ári, Hallgrímur er ekki hrifinn af þessarri umræðu segir fáranlegt að hugsa útí þetta

“Það er fáranlegt að hugsa útí sameiningu KA og Þórs. Ég get ekki séð að það myndi hafa einhver betri áhrif á fótboltann á Akureyri. Það þarf ekki að horfa lengra en í handboltann á Akureyri til að sjá að sameining myndi ekki gera neitt gott. Það yrði ekkert öðruvísi í fótboltanum.”

Hallgrímur segist hafa mikinn áhuga að spila aftur fyrir KA aftur en annað hljóð kemur í strokkinn þegar hann er spurður hvort hann myndi snúa til baka í sameinað félag

Hallgrimur

“Ég myndi ég einn daginn vilja spila með þeim (KA) í efstu deild, ég væri að ljúga ef ég segði annað. En þegar kemur að því að KA verður í efstu deild þá verð ég vonandi

búinn að taka annað skref fram á við á mínum ferli, hvort sem það verður eftir 1, 2 eða 3 ár” Sagði Hallgrímur og hélt áfram.

“Ég myndi ekki vilja gera það (spila fyrir sameinað félag), það heillar mig ekki neitt. Og ég held ég sé alls ekki sá eini.”

Haxgrímur, eins og drengirnir á fótbolti.net eru búnir að festa við hann, hugsar bara fram veginn og stefnir hærra

“Mér finnst ég klárlega eiga helling inni. Ég tók þetta skref til þess að bæta mig enn frekar sem leikmaður og til þess að ná enn lengra sem knattspyrnumaður.


Að lokum hafði hann þetta að segja til stuðningsmannafélagsins

“Ég vil bara þakka fyrir minn tíma, þakka kærlega fyrir allan þann stuðning sem ég og mín fjölskylda fengum á okkar erfiðu tímum, hann var ómetanlegur. Ég óska nýrri stjórn, leikmönnum og öllum sem koma að liðinu góðs gengis. Ég hef fulla trú á því að það eru bjartir tímar framundan og sem stuðningsmaður KA, vona ég innilega að KA verði í úrvalsdeild að ári"

 hallgrimur

- Jóhann Már Kristinsson