Nú rétt í þessu eftir laugardagsæfingu hjá Mfl. Karla skrifaði undir samning Halldór Hermann Jónsson, en hann gengur til liðs við okkur frá Val.
Halldór, sem er þrítugur miðjumaður, er uppalinn hjá Fjarðarbyggð og spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá sumarið 2001. Þaðan lá leið hans til Fram þar sem hann spilaði 141 leiki í bikar og efstu deild. Síðasta sumar spilaði Halldór svo á Hlíðarenda fyrir Valsarana og tók þátt í 18 leikjum.
Halldór á því tæplega 300 leiki að baki í efstu deildum á Íslandi og því mikill reynslubolti sem mun koma til með að styrkja okkur mikið.
Til gamans má geta að eiginkona Halldórs, hún Eva Sigurjónsdóttir, er barnabarnabarn Tómasar Steingrímssonar, sem er einn af stofnendum KA.