Gunnar Örvar framlengir

Gunnar Örvar og Hjörvar við undirskriftina.
Gunnar Örvar og Hjörvar við undirskriftina.

Framherjinn Gunnar Örvar Stefánsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Gunnar Örvar er fæddur 1994 og gekk því upp úr 2. fl eftir síðasta sumar. Hann var markahæsti leikmaður 2. flokks og á lokahófi flokksins var hann valinn besti leikmaður 2. flokks. Hann hefur nú þegar fengið ágæta reynslu með meistaraflokki en hann á að baki 23 leiki í deild og bikar og skoraði hann í þeim þrjú mörk. Það er því ánægjuefni að þessi stóri og stæðilegi framherji sé búinn að framlengja samning sinn við KA.