Glóðaðir á vægu verði...
KA menn taka á móti liði KF frá Fjallabyggð á miðvikudaginn kemur og hefst leikurinn kl. 19.15. Með sigri geta strákarnir okkar sett allt upp
í loft í toppbaráttu 1. deildar en liðið hefur verið á miklu skriði í síðustu leikjum. Við munum að sjálfsögðu
halda uppteknum hætti og grilla fyrir áhorfendur og munum við kveikja á grillinu kl. 18.00. Í boði verða hamborgarar og drykkir frá Vífilfelli
á vægast sagt sanngjörnu verði. Einnig verðum við með til sölu hina glæsilegu KA trefla.
Ekki láta þig vanta!