Góður sigur Þór/KA á Fylki

Sandra María skoraði fyrsta markið í gær
Sandra María skoraði fyrsta markið í gær

Kvennalið Þórs/KA sótti lið Fylkis heim í Pepsi deildinni í gær. Liðin mættust fyrir skömmu í Borgunarbikarnum þar sem Þór/KA vann 1-0 og var því reiknað með hörkuleik í Árbænum.

Fylkir 0 - 2 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('41)
0-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('78)

En stelpurnar okkar mættu vel stemmdar til leiks og voru miklu sterkari aðilinn í leiknum. Á 11. mínútu átti Sandra Mayor góða sendingu á Söndru Maríu sem lék á tvo varnarmenn heimastúlkna og kom sér í úrvalsfæri en missti á endanum boltann aðeins of langt frá sér.

Áfram leitaði lið Þór/KA að fyrsta marki leiksins og það kom stuttu fyrir hálfleikinn þegar Sandra Mayor kom með fyrirgjöf úr teignum sem fór rakleiðis á Söndru Maríu sem kláraði færið glæsilega og staðan orðin 0-1 sem voru hálfleikstölur.

Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og var í raun eina spurningin hvenær næsta mark Þórs/KA kæmi. Það kom loks eftir laglega sókn þar sem Sandra Mayor komst ein gegn markverði Fylkis og kláraði af öryggi. Öruggur 0-2 sigur staðreynd og stelpurnar eru þá búnar að vinna tvo leiki í röð og vonandi að þær nái að halda áfram á sigurbraut.

Lið Þórs/KA átti samanlagt 18 marktilraunir í leiknum gegn 5 hjá Fylkisliðinu sem segir í raun alla söguna. Þessi sigur styrkir stöðu liðsins í 4. sæti deildarinnar þegar enn er ein umferð eftir af fyrri hluta tímabilsins.

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Breiðablik 8 6 2 0 16  -    3 13 20
2 Stjarnan 8 6 1 1 21  -    4 17 19
3 Valur 8 5 2 1 17  -    7 10 17
4 Þór/KA 8 4 2 2 16  -  12 4 14
5 ÍBV 8 4 0 4 12  -    8 4 12
6 Selfoss 8 3 0 5 10  -  17 -7 9
7 Fylkir 8 1 4 3   7  -  11 -4 7
8 FH 8 2 1 5   3  -  11 -8 7
9 KR 8 1 3 4 10  -  20 -10 6
10 ÍA 8 0 1 7   1  -  20 -19 1