Gauti Gauta framlengir

Hjörvar Marons, Gauti Gauta og Bjarni Jó.
Hjörvar Marons, Gauti Gauta og Bjarni Jó.

Gauti Gautason einn efnilegasti varnarmaður landsins hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Gauti er 18 ára miðvörður sem fékk sína fyrstu meistaraflokksreynslu veturinn 2012/2013 þegar hann fékk dýrmætar mínútur í Kjarnafæðismótinu og Lengjubikarnum.

Hann varð fastamaður í liði KA síðasta vetur og þótti standa sig mjög vel. Í sumar var hann einn af þremur miðvörðum liðsins ásamt Atla Svein og Karsten er hann kom við sögu í 17 af 24 leikjum liðsins. 

Gauti hefur einnig þótt standa sig vel í landsliðsbúningnum en hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Það verður gaman að sjá þennan efnilega leikmann halda áfram að vaxa sem leikmaður í gulutreyjunni á komandi leiktíðum.