Kæru stuðningsmenn!
Stuðningur ykkar það sem af er tímabils hefur verið stórkostlegur og þið eigið stóran þátt í því hvernig gengi liðsins hefur verið nú í upphafi sumars. KA-liðið hefur safnað fleiri stigum í fyrstu leikjunum nú en undanfarin tímabil eða 11 af 18 mögulegum. Miklu máli hefur skipt á heimavelli hve stuðningsmannahópurinn hefur staðið þétt saman og hve nálægð stuðningsmanna við völlin er mikil.
Nú færum við heimaleiki liðsins á Akureyrarvöll þar sem nálægðin við völlin er ekki söm og á KA-vellinum. Því viljum við hvetja ykkur sem flest til að safnast saman í stúkunni og mynda þar þéttan kjarna til stuðnings við strákana okkar fremur en að dreifa ykkur um vallarsvæðið.
Stöndum þétt saman og hrópum og köllum stigin þrjú í hús á morgun!
Sjáumst á vellinum og áfram KA!