Frítt inn á morgun gegn Grindavík

Við viljum boltann í mark KA-menn!
Við viljum boltann í mark KA-menn!

KA tekur á móti Grindavík í næstsíðustu umferð 1. deildar karla á morgun (laugardag) klukkan 13:00. Leikurinn er síðasti heimaleikur KA í sumar en lokaleikur liðsins er gegn Þór á Þórsvelli.

Kjarnafæði býður þér frítt á leikinn gegn Grindavík og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framtak, það er því engin ástæða fyrir því að mæta ekki á Akureyrarvöll!

KA er í harðri baráttu um að vinna sér sæti í Pepsi deildinni að ári, liðið situr í 2. sætinu með einu stigi meira en Þróttarar sem eru í 3. sæti en Þróttarar eiga þó leik til góða. Það skiptir því sköpum að KA liðið fái góðan stuðning og sæki þrjú mikilvæg stig.

Stuðningsmenn KA ætla að hittast á Akureyri Backpackers kl. 11:30 og fjölmenna svo á völlinn klukkan 12:40. Eins og alltaf verða einhver tilboð fyrir þá sem mæta í gulu, sjáumst á laugardaginn, áfram KA!