Frábær endir á frábæru ári hjá KA

Knattspyrnulið KA endar árið 2016 kórónar frábært ár með góðum úrslitum í æfingarleikjum í desember. KA-menn eru hvergi hættir að vinna fótboltaleiki þrátt fyrir að hafa sigrað InKasso-deildina með yfirburðum í sumar.

Nú í desember hefur KA leikið fjóra æfingaleiki og sigrað þá alla. Fyrst lá lið Dalvíkur/Reynis fyrir KA, 7-0. Síðan sigraði KA lið ÍA upp á Akranesi 3-0. Á miðvikudaginn var sigraði KA lið Völsungs 3-0 og svo á laugardaginn lék KA gegn erkifjendum sínum í Þór og þar fór KA með sigur að hólmi, 2-0. Hér má sjá helstu atriðin úr leiknum:

Frábær endir á frábæru ári hjá KA.