Það er farið að styttast í að knattspyrnusumarið hefjist og er fotbolti.net með spá í Pepsi deild karla. KA liðinu er spáð 4. sætinu í sumar af þeirra spekingum og er mjög gaman að renna yfir umfjöllun þeirra um liðið. Bæði fara þeir yfir styrkleika liðsins sem og að heyra í leikmönnum KA.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á þessa skemmtilegu umfjöllun fotbolti.net og í leiðinni minnum við á að fyrsti leikur KA í sumar er 28. apríl í Egilshöll þegar KA sækir Fjölnismenn heim.
KA spáð 4. sætinu - yfirferð á liðinu