Fjórar á úrtaksæfingar

Um næstu helgi fara Anna Rakel, Harpa Jóhanns, Saga Líf og Sara Mjöll á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands.

Anna Rakel Pétursdóttir er miðjumaður sem hefur í vetur æft með 3. fl kvenna, 2. fl kvenna og 3. fl karla.

Harpa Jóhannsdóttir og Sara Mjöll Jóhannsdóttir eru markmenn sem hafa æft í vetur með 3. fl, 2. fl og mfl kvenna. 

Saga Líf Sigurðardóttir er miðjumaður sem getur spilað í vinstri bakverðinum hefr æft í vetur með 3. fl kvenna og 3. fl karla en hún er ári yngri en hinar þrjár.