FH - KA í Kaplakrika kl. 18:00

Mynd: Fotbolti.net
Mynd: Fotbolti.net

KA sækir Íslandsmeistara FH heim í dag kl. 18:00 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

KA sigraði Breiðablik í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar síðustu helgi og á sama tíma sigraði FH lið ÍA uppá Skaga. Bæði lið eru því ósigruð.

Leikurinn hefst 18:00 og ætla stuðningsmenn KA að hitta stuðningsmenn FH á Ölhúsinu í Hafnarfirði kl. 16:00.

Stuðningurinn við liðið var frábær á síðasta leik, og vonum við að hann haldi áfram. Sjáumst í Krikanum kl. 18:00 í dag, gul og glöð.

Fyrir þá sem ekki eiga heimagengt er leikurinn í beinni á Stöð2Sport og er hægt að koma í Klúbbinn í KA-heimilinu og horfa á leikinn.