FH á Skaganum á sunnudaginn

Mun Ævar Ingi skora á sunnudaginn?
Mun Ævar Ingi skora á sunnudaginn?

Strákarnir í meistaraflokknum mæta FH kl. 14:00 á sunnudaginn í Akraneshöllinni í fyrsta leik í Lengjubikarnum.

FH-ingar enduðu í 2. sæti á Fótbolti.net mótinu eftir 3-1 tap gegn Stjörnunni í úrslitaleik. Í riðlakeppninni þá unnu þeir Breiðablik og Grindavík en töpuðu óvænt fyrir Keflavík. Í byrjun febrúar tóku þeir þátt í Atlantisbikarnum í Portúgal þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir Matterburg frá Austurríki, Spartak Moskvu frá Rússlandi og Örebro frá Svíþjóð.

Okkar menn enduðu einnig í 2. sæti í Kjarnafæðismótinu eftir 3-2 tap gegn Þór í úrslitaleik. Í riðlinum sigruðu KA alla leikina nokkuð örugglega en 15 mörk litu dagsins ljós í þremur leikjum.