Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem mætir Svíþjóð í vináttuleikjum í byrjun mars í Kórnum.
Leikirnir fara fram þriðjudaginn 4. mars kl. 14:00 í Kórnum í Kópavog og fimmtudaginn 6. mars kl. 9:45 í Egilshöll í Reykjavík.
Leikirnir eru hluti af undirbúning liðsins fyrir milliriðil EM sem verður leikinn mánaðarmótin maí-júní í Írlandi. Mótherjar Íslands eru ásamt heimamönnum Serbía og Tyrkland.