Fannar og Ævar Ingi mæta Svíþjóð

Ævar Ingi og Fannar eftir leik með U19.
Ævar Ingi og Fannar eftir leik með U19.

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem mætir Svíþjóð í vináttuleikjum í byrjun mars í Kórnum. 

Leikirnir fara fram þriðjudaginn 4. mars kl. 14:00 í Kórnum í Kópavog og fimmtudaginn 6. mars kl. 9:45 í Egilshöll í Reykjavík. 

Leikirnir eru hluti af undirbúning liðsins fyrir milliriðil EM sem verður leikinn mánaðarmótin maí-júní í Írlandi. Mótherjar Íslands eru ásamt heimamönnum Serbía og Tyrkland.