Fannar Hafsteinsson framlengir samning sinn

Hjörvar, Fannar og Gassi alsáttir að vanda.
Hjörvar, Fannar og Gassi alsáttir að vanda.

Í dag framlengdi Fannar Hafsteinsson, landsliðsmarkvörður Íslands U-19 ára, samning sinn við KA.

Fannar á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og er einn af okkar allra efnilegustu markmönnum, það er því mikið gleðiefni að Fannar hafi tekið upp pennann og skrifað undir framlengingu á samning sínum.

"Knattspyrnudeildin er gríðarlega ánægð með að Fannar hafi ákveðið að skrifa undir og muni vera hjá okkur næstu árin" sagði Gunnar 'Gassi' Gunnarsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KA.