Fannar Hafsteinsson er farinn í tímabundið frí frá fótbolta.
Það er samkomulag milli stjórnar knattspyrnudeildar og Fannars Hafsteinssonar að leikmaðurinn taki sér tímabundið frí vegna persónulegra ástæðna. Stjórn knattspynudeildar stendur heilshugar á bakvið þessa ákvörðun og vonast til þess að sjá Fannar sem fyrst aftur í leikmannahópnum.
Aron Dagur Jóhannsson mun nú fá stærra tækifæri í leikmannahópi KA og berum við fullt traust til hans til að stíga upp og sinna því verkefni. Aron Dagur er fæddur árið 1999 og hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sína með yngri landsliðum Íslands. Aron Dagur hefur m.a. farið á reynslu til Stoke City og Nordsjælland á undanförnum mánuðum. Hann hefur æft með KA-liðinu í allan vetur og sumar og fær nú kallið mikilvæga!