Arsenalskólinn fer fram dagana 13.-17. júní á KA svæðinu og er enn laus pláss. Það er því um að gera að drífa í því að skrá börnin til leiks enda hefur verið mikil ánægja með skólann undanfarin ár. Skólinn er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 2000 til 2007.
Smelltu hér til að fara á síðu Arsenalskólans.
Þrautreyndir þjálfarar frá Arsenal sjá um skólann og er æft vel alla dagana sem skólinn fer fram. Innifalið í gjaldinu er heitur hádegisverður og létt hressing í lok dags. Allar nánari upplýsingar sem og skráning í skólanum má nálgast á heimasíðu skólans. Hlekkur á síðuna er hér fyrir ofan.
Verð í þennan frábæra skóla er einungis 25.000 kr.