2. flokkur KA upp um deild

Deildarmeistarar í B deild 2015
Deildarmeistarar í B deild 2015

2. flokkur KA mun á næsta ári spila í A deild Íslandsmótsins. Varð þetta ljós á dögunum þegar ÍBV/KFS/KFR töpuðu fyrir Afturelding/Hvíti, en ÍBV var eina liðið sem gat náð strákunum í 2. sæti fyrir þann leik.

Strákarnir hafa verið flottir í sumar og aðeins tapað 3 leikjum, gert 3 jafntefli og eru með markatöluna 49-20 (+29) þegar einn leikur er eftir af tímabilinu. Sá leikur spilast hérna á heimavelli og er á móti nágrönnum okkar hinum megin við ánna. Hvetjum við auðvitað alla til að mæta n.k. þriðjudag klukkan 17:30 á KA völl og sjá liðin spila. Eins og allir vita skiptir staðan í deildinni engu máli þegar þessi lið mætast og því um hörkuleik, eins og vanalega, að ræða hjá þessum liðum.

Ef skoðaður er listinn yfir 10 markahæstu menn deildarinnar að þá eigum við þar þrjá fulltrúa, þá Atla Fannar Írisarson sem hefur skorað 10 mörk í 16 leikjum, Ívar Örn Árnason (F) sem hefur skorað 8 mörk úr 13 leikjum og svo Sveinn Helgi Karlsson sem hefur skorað 7 mörk úr 16 leikjum.

Þegar rætt var við Milo, annan af þjálfurum liðsins,  sagðist hann vera gríðarlega stoltur af þessum flottu strákum, þetta eru baráttuhundar sem gefa ekkert eftir" og hlakkar hann mikið til að eiga við liðin í A riðli að ári.