KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Við erum með hópferð fyrir þá sem vantar far frá Akureyri og til baka og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð.
Ferðin verður farin með rútu á leikdegi og kostar ferðin fram og til baka kostar einungis 5.000 kr. Farið verður af stað snemma á laugardagsmorgninum og verður farið aftur til baka að leik loknum.
Lokadagur skráningar er fimmtudagurinn 19. september og því eina vitið að drífa skráninguna af ef þú hyggst nýta þér þetta kostaboð.