Davíð Rúnar framlengir

Hjörvar Marons og Davíð Rúnar.
Hjörvar Marons og Davíð Rúnar.

Miðjumaðurinn Davíð Rúnar Bjarnason framlengdi samning sinn út keppnistímabilið 2015.

Davíð Rúnar sem verður 23 ára á árinu hefur leikið 78 leiki með KA í deild og bikar og skorað í þeim sjö mörk. Hann er uppalinn hjá félaginu en ásamt félögum sínum í árgöngum 1991 og 1992 varð hann Íslandsmeistari í 3. flokk árið 2007.