Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Gudjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 landsliðs karla í knattspyrnu völdu í dag 20 manna hóp sem fer í æfinga- og keppnisferð til Spánar og Katar dagana 18.26. mars. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson.
Strákarnir munu leika gegn Tékklandi 22. mars á Spáni og gegn Katar í Katar 25. mars. Þetta er fyrsti landsliðshópur nýrra þjálfara landsliðsins en fyrir leikina hefur Torfi leikið 6 landsleiki með U-21 og Daníel hefur leiki 4 leiki með landsliðinu.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í spennandi verkefni.