Dagur 2: Breskir eldriborgarar tefja fréttaflutning

KA liðið sem hóf leikinn gegn Mar Menor í dag
KA liðið sem hóf leikinn gegn Mar Menor í dag

Þessi fallegi dagur hófst eilítið seinna en sá fyrri í Keflavík eða bara á kristilegum tíma klukkan 8:00 með dýrindis morgunverðarhlaðborði. Veðrið hefði alveg mátt vera betra en hitastigið var í kringum 20 gráðurnar en talsverður vindur sem þótti í kaldari kanntinum. Þetta sættum við okkur þó við og var haldið til æfingar klukkan 10.

Þar sem það var leikur seinni partinn var byrjunarlið leiksins tilkynnt snemma á æfingunni og hópnum skipt í tvennt, þeir sem voru að fara að byrja tóku léttari æfingu og fóru yfir nokkra hluti með Bjarna en hin hópurinn tók vel á því með Túfa, eftir æfingu beið okkar svo létt hádegishressing á veitingarstað vallarins sem var eins og best verður á kosið.

Einhver þreytta virtist í mönnum þar sem hver á fætur öðrum hvarf inná herbergi sín til að fá sér léttan lúr fyrir næsta matartíma sem var á dagskrá klukkan 15:00.

Leikur gegn Mar Menor, neðri deildar liði á Spáni, var svo hápunktur dagsins. Bjarni hélt þrumu ræðu yfir strákunum og lagði línurnar fyrir átökinn og kom þeim hlutunum til skila sem hann vildi sjá.

Byrjunarliðið var eftirfarandi: Fannar, Baldvin, Gauti, Atli, Jón, Jóhann, Bjarni, Hrannar, Hallgrímur, Orri og Ævar. Inná komu svo: Kristján Freyr, Ivar Sig, Ívar Örn, Úlfar, Baldvin, Sveinn, Gunnar Örvar og Davíð Rúnar

Vindurinn sem boðið var uppá hafði töluverð áhrif á leikinn en hátt í 15 metrar á sekúndu flugu í gegnum völlinn. Leikurinn var fínn af hálfu KA, létu boltann ganga ágætlega og vörðust vel.

Jóhann Helgason oft kenndur við Sílastaði kom KA yfir eftir 20 mínútna leik með svakalegu skoti beint úr aukaspyrnu í þverslánna og inn. Lítið var um opin færi í leiknum og var vindurinn oft að trufla menn í að ná valdi á boltanum bæði lið vörðust þó með ágætum en spanjólarnir áttu það til að hrynja eins og pappakassar í jörðinna við minnstu snertingu og mátti á köflum halda að dómari leiksins væri heimsklassa körfubolta dómari því það voru mjög takmarkað magn af snertinum leyfðar í leiknum.

Gunnar Örvar kom inná snemma í seinni hálfleik og átti eftir að setja mark sitt á leikinn, fyrst nokkrum mínútum eftir að hafa komið inná þegar hann pressaði markvörð Mar Menor hátt sem endaði með því að markvörðurinn sparkaði boltanum í hinn tröllvaxna Gunnar og þaðan fór knötturinn í netið og staðan 2-0.

Ævintýri Gunna og markmannsins var hvergi nærri lokið en þegar um 10 mínútur lifðu leiks toppaði markmaðurinn sig heldur betur, aftur kom sending til baka, aftur pressaði Gunni á hann, aftur skaut hann í Gunna en í þetta sinn voru þeir lengra frá markinu og rann boltinn því inní vítateig, Gunni náði boltanum og reyndi að skýla boltanum með markmannin í bakinu en þá greip hann til þeirra örþrifaráða að taka Gunna niður á Ippon og sýndi takta sem Ódi Júdó yrði stoltur af. Niðurstaðan vítapsyrna og gult spjald, persónulegt mat mitt er að dómarinn gat einfaldlega ekki hennt þessum 18 ára dreng af velli, nóg hafði hann gert af sér til þessa. Hallgrímur steig á punktinn og skoraði af öryggi, 3-0.

Þegar 5 mínútu voru eftir áttu Mar Menor menn sendingu innfyrir vörn KA þar sem einn meistari úr þeirra liði hafði komið sér þægilega fyrir nokkrum metrum fyrir inna varnarlínunna en línuvörðurinn bara sá ekki með nokkru móti eina einustu ástæðu til að flagga rangstöðu, Ívar Sigurbjörs nær kauða og brýtur á honum og dómarinn flautar vítaspyrnu við litla hrifningu Bjarna Jóh sem fór með faðir vorið.  Úr vítinu skorður þeir rauðklæddu og minnkuðu munninn í 3-1. Þar við sat og fínasti sigur hjá KA liðinnu.

Eftir leik nýttu menn sér Spa-ið sem er í boði á vellinum áður en deginum var slúttað með kvöldverði og rólegheitum.

Klukkan 23:00 á að vera kominn slökun og menn inní herbergjum en ég datt heldur betur í lukkupottinn, vegna slæms netsambands í herberginu þurfti ég að bregða mér niður á barinn til að rita niður það sem gengið hafði á sem er ekki frásögi færandi nema að hér sit ég í mestu makindum og reyni að hugsa með 30 eldri borgara frá Bretlandi syngjandi hástöfum og í gríðarlega góðum gír enda þeirra síðasta kvöld hér og því lætur maður þetta ekki trufla sig heldur leyfir þessu toppfólki að skemmta sér fram á rauða nótt.

-Jóhann Már Kristinsson