Þessa vikuna fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á KA svæðinu þar sem strákar og stelpur á aldrinum 9-16 ára fá sérkennslu í leikfærni og boltameðferð. Alls taka þátt um 180 krakkar í skólanum en þjálfarar eru í bland frá Coerver og frá KA.
Krakkarnir æfa vel yfir daginn og þá eru haldnir fyrirlestrar um allt það sem þarf að hafa í huga til að verða betri í fótbolta. Einnig er innifalinn heitur matur í hádeginu alla daga og hefur verið mikil ánægja með skólann. Við munum færa frekari fregnir af skólanum þegar honum lýkur.
Allur hópurinn samankominn ásamt þjálfarateyminu (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)
Yngri hópurinn ásamt þjálfarateyminu (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)
Eldri hópurinn ásamt þjálfarateyminu (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)