Callum Williams skrifar undir samning við KA

Callum Williams nýr leikmaður KA
Callum Williams nýr leikmaður KA

Knattspyrnudeild KA var að ganga frá samningi við Callum Williams út tímabilið 2015.  Callum er örfættur hafsent sem hefur spilað síðustu 2 ár í háskólaboltanum í USA og hefur staðið sig gríðarlega vel en fyrra ár sitt þar var hann valinn besti varnarmaður deildarinnar og árið eftir var hann valinn besti leikmaður deildarinar.  Callum er uppalinn í akademíu Leeds á Englandi, en hann hefur verið hér síðustu daga á reynslu og komið vel inn í hópinn.  Ljóst er að hann er góð viðbót við þann hóp sem við eigum og verður gaman að sjá hann í gula búningnum í sumar.