Kvennalið Þórs/KA mætir í dag í Kópavoginn og leikur gegn toppliði Pepsi deildarinnar Breiðablik. Breiðablik er ósigrað á toppnum og er með hörkulið á sama tíma hefur okkar lið hikstað aðeins að undanförnu og hefur dottið niður í 6. sæti deildarinnar. Deildin er þó það jöfn að með sigri í dag mun liðið fara upp í 4. sæti deildarinnar og eiga ennþá leik til góða eftir að leiknum gegn Val var frestað.
Við hvetjum alla sem eru fyrir sunnan til að mæta og hvetja stelpurnar til sigurs í þessum leik. Þetta er algjör lykilleikur fyrir sumarið, með sigri koma stelpurnar aftur sterkar inn í toppbaráttuna en tapist leikurinn er Breiðablik búið að stinga af á toppnum.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli, áfram Þór/KA!
Leikurinn er sýndur beint á SportTV, endilega kíkið á leikinn ef þið komist ekki á völlinn.