Bjarni Jóhannsson þjálfari var ánægður með að Baldvin hefði ákveðið að ganga til liðs við KA á nýjan leik. Leikmannahópurinn er ungur sem stendur og segir Bjarni gott að fá leikmann með reynslu inn í hópinn.
,,Baldvin er í þessum aldursflokki sem að okkur skortir reynslu mikla stráka í en hann hefur töluverða reynslu. Hann er jaxl í sér og er akkurat týpann sem við þurfum á að halda hérna. Við þurfum á öllu okkar halda hérna á Akureyri, þeim leikmönnum sem eru á staðnum, það er lang best að byggja upp liðið þannig."
Bjarni kom inná gott hugafar hjá Baldvini en þeir sem þekkja hann þá er Baldvin sterkur karakter sem er mikilvægt er að hafa í hverju liði.
,,Hann er ósérhlífinn og getur leyst fleiri en eina leikstöðu á vellinum og hefur greinilega gott hugafar og vilja til að spila og ná lengra. Það er frábært að vera búinn að fá hann aftur. "