Bjarni Mark framlengir samning sinn

Bjarni Mark gerir samning út árið 2016
Bjarni Mark gerir samning út árið 2016

Knattspyrnudeild KA og Bjarni Mark Duffield hafa framlengt samning sinn út árið 2016. Bjarni er efnilegur miðjumaður sem á flotta framtíð fyrir sér. Sumarið 2014 varð Bjarni fyrir því óláni að meiðast alvarlega í leik á móti Tindastól en hefur verið að koma sterkur til baka síðustu mánuði. KA hefur mikla trú á Bjarna og framlengir því samninginn hans út árið 2016.