Bjarni Jó: Margir efnilegir leikmenn hjá félaginu

Það var gott hljóð í Bjarna á laugardaginn.
Það var gott hljóð í Bjarna á laugardaginn.

Bjarni Jó var í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 97.7 á laugardaginn.

Bjarni kom t.d. inná að hann er mjög ánægður að vera búinn að fá Jóa Helga, stefnan sé sett á færri en betri útlendinga en áður, að það séu margir efnilegir leikmenn hjá liðinu sem munu fá tækifæri í sumar og stefnan verði alltaf að vera markmiðið að fara upp í efstu deild. 

Hann sagði einnig að það væri erfitt að spá í spilin í 1. deild þar sem liðin eru enn að manna sig upp og kemur það ekki í ljós fyrr en um 10 dagar eru í mót hvernig liðin eru.

Viðtalið má hlusta á hér.