Bjarki Viðarsson endurnýjar samning sinn við KA

Þau gleðitíðindi bárust núna rétt fyrir helgi að Bjarki Þór Viðarsson hefur framlengt samning sinn við KA um eitt ár. Bjarki er því samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2017.

Bjarki kom við sögu í 5 leikjum hjá KA í sumar og skoraði eitt mark. Hann er uppalinn KA-maður og hefur leikið 12 landsleiki fyrir Íslandshönd fyrir yngrilandsliðin. 

Bjarki var að klára 2. flokk KA í sumar en því miður féll liðið úr A-deild og leikur í B-deild á næsta ári.

KA-menn fagna því að Bjarki endurnýjaði samning sinn við félagið en hann var að renna út á samning í haust.