Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson eru báðir í 18-manna hóp U17 ára landsliði Íslendinga sem tekur þátt í milliriðli EM í Portúgal.
Strákarnir fljúga út á mánudagsmorgun með millilendingu í Manchester áður en þeir lenda i Lissabon. Þeir leika svo á þriðjudag, föstudag og mánudag gegn Úkraínu, Lettlandi og Portúgal.