Bjarki Þór og Ólafur Hrafn léku báðir í tapi

Bjarki Þór Viðarsson.
Bjarki Þór Viðarsson.

Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson komu báðir inná í hálfleik hjá U17 ára liði Íslands þegar þeir biðu lægri hlut gegn Norðmönnum.

Lokatölur urðu 3-0 en liðið var 1-0 undir í hálfleik. Liðið tapaði einnig gegn Noregi á föstudaginn þá 2-1.

Næsta verkefni liðsins er milliriðill EM sem haldin er í lok mánaðarins í Portúgal. Ásamt Íslandi eru Lettland, Úkraína og Portúgal í riðlinum.