Bjarki Þór Viðarsson og Gauti Gautason hafa verið valdir í U19 ára lið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Norður Írum. Leikirnir fara fram í Norður Írlandi 3. og 5. september.
Bjarki Þór hefur komið við sögu í þrettán leikjum hjá meistaraflokki í sumar. Hann á að baki sex landsleiki fyrir U17 ára lið Íslands. Til gamans má geta að Bjarki er á yngra ári í U19 en eins og hann hefur sýnt í sumar þá er hann mjög efnilegur leikmaður. Bjarki Þór er mjög fjölhæfur leikmaður en hefur mest spilað á miðjunni og sem bakvörður með meistaraflokk í vetur og sumar.
Gauti Gauta hefur komið við sögu í fjórtán leikjum hjá meistaraflokki í sumar. Gauti á að baki 7 landsleiki með U17 og þrjá landsleiki með U18 ára liði Íslands. Gauti er fæddur 1996 og er hans besta staða í miðri vörninni.