Bjarki Þór Viðarsson og Gauti Gautason spiluðu báðir með U19 er þeir töpuðu seinni leiknum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn með þremur mörkum gegn einu. Þeir höfðu áður gert 2-2 jafntefli við N-Íra á miðvikudaginn.
Gauti spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar og Bjarki Þór kom inná á 55. mín í stöðu vinstri bakvarðar.
Þetta voru vináttulandsleikir sem hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM þar sem strákarnir eru í riðli með Eistlandi, Króatíu og Tyrklandi. Sá riðill verður leikinn í Króatíu í byrjun október.