Kvennalið Þórs/KA leikur í dag heimaleik í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þegar liðið tekur á móti Fylki á Þórsvelli klukkan 17:30. Þór/KA er í 5. sæti Pepsi deildarinnar á meðan Fylkir er í 9. sæti deildarinnar. Hinsvegar skiptir það litlu máli þegar í bikarkeppnina er komið og má reikna með hörkuleik enda sæti í undanúrslitum í húfi.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!