Baldvin Ólafsson í KA (staðfest)

Baldvin og Gassi við undirskrift samningsins.
Baldvin og Gassi við undirskrift samningsins.

Baldvin skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við KA. Baldvin er 28 ára sem lék hér á árum áður með yngri flokkum KA og í kjölfarið 19 leiki með meistaraflokk KA í deild og bikar árin 2006-2008. Seinni hluta 2008 tímabilsins og sumarið 2009 lék Baldvin 20 leiki með Magna í 2. deildinni. Hann skipti þá yfir í Þór þar sem hann spilaði 41 leik í deild og bikar 2010-2013. Líklegt er að Baldvin mun leika hægri bakvörð hjá liðinu en getur hann leyst allar stöður í vörninni.

,,Mér líst mjög vel á þetta allt saman. Búinn að æfa með liðinu í viku núna og strákarnir hafa tekið vel á móti mér. Ákvað að skipta þar sem ég hef ekki spilað eins mikið hjá Þór og ég hefði viljað og sá ekki fram á breytingar á því að þeir hefðu meiri not fyrir mig. Vonast til að spila meira hjá KA ásamt því að mér fannst ég eiga eitthvað óklárað hjá klúbbnum eftir að hafa yfirgefið KA fyrir 6 árum. Var því fín tímasetning á þessu finnst mér" sagði Baldvin Ólafsson um vistaskiptin.

Hans persónuleg markmið er að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu og helst spila alla leiki. Hann vonast einnig til að til að hans frammistaða hjálpi liðinu í baráttunni í sumar og vonandi getur liðið verið stolt af frammistöðunni í haust.

Baldvin átti mjög góðan leik gegn Leikni F. á laugardaginn. Hann hljóp líklega manna mest en hann átti mörg fín hlaup fram á við sem sköpuðu hættu en var jafnframt fljótur í stöðu að sókn lokinni. Hann kórónaði góðan leik sinn með tveimur stoðsendingum og var sú seinni sérlega glæsileg þegar hann var óeigingjarn þegar hann senti boltann til hliðar á Hrannar Björn í stað þess að skjóta sjálfur úr hálffæri. 

Þegar hann var spurður út í leikinn hafði hann þetta að segja: ,,Leikurinn í dag var nokkuð góður fannst mér. Fyrri hálfleikur talsvert betri reyndar þar sem mér fannst við vera að gera vel það sem Bjarni og Túfa lögðu upp með. Misstum aðeins dampinn í seinni hálfleik en heilt yfir ánægður með þetta og gaman að spila með nýju liðsfélögunum."

Við bjóðum Bassa velkominn aftur í KA og hlökkum til að sjá hann í eldlínunni næsta sumar.