Ásgeir, Ívar og Bjarki valdir í U-21

Strákarnir verða á St. George's Park
Strákarnir verða á St. George's Park

Þrír leikmenn KA hafa verið valdir í U-21 árs landslið Íslands í knattspyrnu fyrir æfingaleik gegn Englendingum sem fer fram þann 10. júní á St. George's Park sem er æfingasvæði Englendinga. Þetta eru þeir Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarki Þór Viðarsson og Ívar Örn Árnason.

Allir hafa þeir verið að leika stór hlutverk hjá meistaraflokki KA í byrjun tímabilsins. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir næsta EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar. Leikurinn mun fara fram fyrir luktum dyrum.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum liðinu góðs gengis. Gaman er að geta þess að KA er það félag sem á flesta fulltrúa í valinu.