Aron Dagur og Saga Líf valin í U17

Aron Dagur Birnuson og Saga Líf Sigurðardóttir hafa verið valin í lokahópa hjá U17 ára liðum Íslands sem leika í milliriðlum EM á næstu dögum.

Aron Dagur og drengirnir í U17 leika í Frakklandi gegn Frakklandi, Austurríki og Grikklandi dagana 29. mars til 3. apríl.

Saga Líf og stúlkurnar í U17 leika í Serbíu gegn Serbíu, Belgíu og Englandi dagana 24. - 29. mars.