Aron og Daníel léku gegn Færeyjum

Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson komu inná gegn Færeyjum í æfingaleik með U17 ára liði Íslands.

Daníel kom inná sem bakvörður í hálfleik en Aron þegar um 10 mínútur voru eftir. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en samkvæmt mótsreglum er vítaspyrnukeppni að loknum venjulegum leiktíma ef það er jafnt. Þar höfðu Færeyjar betur þar sem markmaður þeirra var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur.

Þrátt fyrir að tapa í vítaspyrnukeppni í dag geta strákarnir verið ánægðir með ferðina þar sem þeir unnu Wales og Norður-Írland fyrr í ferðinni.