Aron Dagur Birnuson og liðsfélagar hans enduðu í 3. sæti á Opna Norðurlandamótinu. Aron Dagur var maður leiksins í bronsleiknum við Dani þar sem hann hélt hreinu.
Aron Dagur var í markinu í fyrsta leik mótsins þar sem Íslands þar sem Svíþjóð hafði betur 3-0. Samkvæmt Halldóri landsliðsþjálfara átti Aron þó góðan leik en það dugði ekki í það skipti.
Ísland vann í kjölfarið tvo góða sigra á Bandaríkjunum 2-0 og Færeyjum 4-0 þar sem Aron sat á bekknum allan tíman.
Aron Dagur lék í marki Íslands í dag þegar liðið vann Danmörk eftir vítaspyrnukeppni. Aron hélt marki Íslands hreinu í venjulegum leiktíma og varði tvær spyrnur í sigri Íslands vítaspyrnukeppni. Til að kóróna flott mót hjá okkar manni var hann valinn maður leiksins hjá Íslandi í bronsleiknum.
Óskum Aroni og liðsfélögum hans til hamingju með frábæran árangur.