Markmaðurinn Aron Dagur fer á vikureynslu til Stoke City í Englandi. Aron Dagur fer ásamt Alla yfirþjálfara yngri flokka suður á föstudaginn þar sem þeir fylgjast með landsliðsæfingum og fara á liðsfund hjá U17.
Á sunnudagsmorgun fljúga þeir út til Englands þar sem Aron Dagur mun æfa í viku með unglingaliðum félagsins. Meðan á dvöl þeirra stendur mun Aron Dagur búa hjá fórsturfjölskyldu líkt og leikmenn unglingaliða Stoke City gera sem búa ekki á svæðinu.
Aron sem er sextán ára hefur átt mjög gott ár en hann var valinn í U17 í þrjú landsliðsverkefni ásamt því að standa sig mjög vel með 3. fl í sumar. Í haust gekk hann frá þriggja ára samning við félagið en hann hefur æft með meistaraflokk félagsins síðan í ágúst.