Aron Dagur spilaði gegn Skotlandi

Aron Dagur spilaði í 2-1 tapi gegn Skotlandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann fór meiddur af velli á 50. mín en þá var markalaust og hélt hann því hreinu. Hann meiddist á öðru hnénu en er núna viku seinna allur að koma til og finnur einungis lítilega fyrir meiðslunum.

Liðsfélagar hans spiluðu aftur gegn Skotum á fimmtudaginn en þá þurfti þriðji markmaður liðsins að spila þar sem Grenvíkingurinn og Þórsarinn Aron Birkir Stefánsson var einnig óleikfær. Það kom ekki að sök og höfðu Íslendingar betur 1-0 þar sem Aron Dagur var til taks á bekknum.

Næsta verkefni liðsins er eftir mánuð í Frakklandi þar sem þeir mæta heimamönnum, Austurríki og Grikklandi í Milliriðli EM 2016.