Markvörðurinn Aron Dagur var valinn í U17 ára lið Íslands sem mætir Skotlandi hið ytra í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku.
Þessir leikir eru hluti af undirbúning liðsins fyrir milliriðil EM þar sem þeir mæta Frakklandi, Austurríki og Grikklandi. Riðillinn fer fram 29. mars til 3. apríl í Frakklandi.
Aron Dagur lék á síðasta ári átta landsleiki með U17 þar sem þeir sigurðu UEFA æfingamót í Færeyjum, enduðu í 3. sæti á Opna-Norðurlandamótinu og loks komust áfram úr undanriðli EM.
Það verður því gaman að fylgjast með Aroni og liðsfélögum hans í komandi verkefnum.